Fréttir | Ísland

12:2416.12 2013Ísland Hörður Snævar Jónsson | hoddi@433.is | Twitter:@hoddi23

Gylfi knattspyrnumaður ársins - Sara Björk knattspyrnukona ársins

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2013. Þetta er í tíunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.

Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2013 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:

Knattspyrnumaður ársins 2013

Gylfi Þór Sigurðsson var svo sannarlega einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins á árinu sem náði frábærum árangri í undankeppni HM 2014.  Gylfi skoraði mikilvæg mörk, t.a.m. bæði mörkin í sigri á Slóveníu á útivelli og svo gegn Kýpur á heimavelli og lagði einnig upp mikilvæg mörk fyrir félaga sína.  Hann lék 8 af 10 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði þrjú mörk.  Gylfi leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, sem missti naumlega af sæti í Meistaradeild UEFA á síðasta keppnistímabili.  Félagið var stórtækt á leikmannamarkaðnum fyrir þetta tímabilið, en Gylfi hefur leikið í 12 leikjum af 16 í ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað.  Þar af eru 7 í byrjunarliði og hefur Gylfi skorað 3 mörk í þessum leikjum og er næstmarkahæsti leikmaður Tottenham.  Þá hefur Gylfi leikið mikið í öðrum keppnum t.d. í Evrópudeild UEFA þar sem Tottenham hefur tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum.

2. sæti

Kolbeinn Sigþórsson heldur uppteknum hætti í markaskorun með landsliðinu, en hann skoraði 5 mörk í 9 landsleikjum á árinu, þar á meðal markið gegn Noregi ytra sem gulltryggði Íslendingum sæti í umspilsleikjunum gegn Króatíu.  Hann hefur nú skorað 13 mörk í 20 landsleikjum sem er magnaður árangur.  Kolbeinn missti af hálfu síðasta tímabili vegna meiðsla, en skoraði engu að síður 7 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Ajax sem varð hollenskur meistari.  Hann byrjaði þetta tímabil af krafti, hefur skorað 6 mörk í 14 deildarleikjum þegar þetta er skrifað, en meiddist í fyrri umspilsleik Íslands og missti því af nokkrum leikjum.

3. sæti

Alfreð Finnbogason var í stóru hlutverki hjá landsliðinu, lék í 8 landsleikjum á árinu og skoraði eitt mark, gegn Slóveníu á heimavelli.  Alfreð sló svo sannarlega í gegn með hollenska liðinu Heerenveen á síðasta tímabili, endaði það með 24 mörk í 33 leikjum og varð þriðji markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni.  Alfreð hefur svo sannarlega haldið uppteknum hætti á þessu tímabili, því þegar þetta er skrifað er hann markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni með 16 mörk í 14 leikjum.  Orðspor Alfreðs hefur farið víða og þessa dagana er hann eftirsóttur af mörgum félögum í Evrópu og verður spennandi að fylgjast með framtíð hans.

Knattspyrnukona ársins 2013

Sara Björk Gunnarsdóttir var sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska kvennalandsliðinu sem komst í 8-liða úrslit í úrslitakeppni EM sem fram fór í Svíþjóð.  Þetta er besti árangur kvennalandsliðsins, sem hafði áður komist í úrslitakeppni EM í Finnlandi árið 2009.  Sara lék í 12 af 13 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk.  Landsleikirnir eru því orðnir alls 66 og mörkin í þeim 14, en Sara er aðeins 23 ára.  Sara lék sem fyrr stórt hlutverk í félagsliði sínu, Malmö i Svíþjóð, og fagnaði þar meistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.  Sara skoraði 8 mörk í 20 leikjum með Malmö sem vann sænska titilinn sannfærandi, tapaði aðeins einum leik af 22 í deildinni.  Sara var ein af þremur sem tilnefnd var besti miðjumaður deildarinnar á síðasta tímabili.

2. sæti

Guðbjörg Gunnarsdóttir sló í gegn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð þar sem hún varði mark Íslands í öllum fjórum leikjunum.  Hún þótti standa sig frábærlega í keppninni og átti stóran þátt í því að Ísland komst í 8-liða úrslitin.  Guðbjörg lék í 7 landsleikjum af 13 á árinu og eru landsleikirnir orðnir 28 í heildina.  Hún lék með Íslendingaliðinu Avaldsnes í norsku deildinni, en nýliðarnir höfnuðu í fjórða sæti auk þess að komast í bikarúrslitaleikinn þar sem þær biðu lægri hlut gegn Stabæk.  Guðbjörg var aðalmarkvörður liðsins og lék í 21 af 22 deildarleikjum.  Nú fyrr í mánuðinum skrifaði svo Guðbjörg undir samning við þýska stórliðið Turbine Potsdam sem er eitt allra sterkasta félagslið heims.

3. sæti

Þóra Björg Helgadóttir er einn leikreyndasti leikmaður Íslands, en hún lék sinn 99. landsleik á árinu og lék í 7 af 13 landsleikjum ársins.  Þóra hóf árið með því að leika með Western Sidney Wanderers í Ástralíu en átti frábært tímabil með Malmö í Svíþjóð.  Þar fagnaði hún sínum þriðja meistaratitli á fjórum árum og fékk aðeins á sig 13 mörk í 21 leik í deildinni.  Þóra bætti svo um betur og var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar, annað árið í röð en óumdeilt er að sænska deildin sé ein sú sterkasta í heiminum.

Tracker Pixel for Entry

Til baka
10:3018.04 2014 England

Neville: Erfitt að horfa á stöðutöfluna í deildinni

Phil Neville, aðalliðsþjálfari hjá Manchester United, hefur viðurkennt það að félaginu hafi mistekist afar illa á þessari…

Lesa

10:0018.04 2014 Annað

Langar þig að hitta Kaka eða Iker Casillas?

Bílaframleiðandinn Hyundai stendur nú fyrir afar skemmtilegum leik þar sem fólki gefst tækifæri á að hitta knattspyrnumennina…

Lesa

09:4518.04 2014 England

Tíu hlutir sem David Moyes hefur gert rétt hjá Manchester United

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, hefur verið harðlega gagnrýndur á þessu tímabili en liðinu hefur…

Lesa

09:3018.04 2014 Spánn

Sanchez neitaði að taka við silfurpeningnum - Var brjálaður því hann fékk ekki að byrja

Alexis Sanchez, leikmaður Barcelona á Spáni, er búinn að koma sér í vandræði fyrir atvik sem átti…

Lesa

09:0018.04 2014 Spánn

Mynd: Nýjum búningi Barcelona lekið á netið

Flest lið í Evrópu hafa nú þegar opinberlega tilkynnt og sýnt búninginn sem liðin muni leika í…

Lesa

08:3018.04 2014 Annað

Gæti verið í vandræðum fyrir að kalla kvenkyns línuvörð “Heita gellu”

Celso Teixeira, þjálfari Juventus de Santa Catarina í Brasilíu, gæti verið í vandræðum fyrir undarlegt atvik sem átti…

Lesa

08:0718.04 2014 Spánn

Myndband: Trufluð hælsending Felipe Luis í kvöld

Luis Felipe, leikmaður Atletico Madrid, átti svo sannarlega magnaða sendingu í dag er liðið mætti Elche í…

Lesa

08:0018.04 2014 England

10 ástæður fyrir því að þetta tímabil sé eitt það besta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Nú fer að líða að því að enska úrvalsdeildin fari að segja sitt síðasta þangað til í…

Lesa

07:3018.04 2014 Annað

Myndband: Stuðningsmaður í Serbíu féll fjóra metra eftir að hafa klifrað upp á girðingu

Skelfilegt atvik átti sér stað á dögunum í Serbíu þegar að Red Star og Novi Pazar áttust…

Lesa

07:0018.04 2014 Evrópa

Raiola: Allt Barcelona liðið talaði niður til Zlatan

Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic og Mario Balotelli, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Bayern Munchen, opininberlega. Guardiola…

Lesa

06:2918.04 2014 Evrópa

Varnarmaður Dortmund sagður vera á óskalista Liverpool

Marcel Schmelzer, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, er á óskalista Liverpool ef marka má heimildir þýska blaðsins…

Lesa

05:5618.04 2014 England

Mynd: Fékk sér húðflúr til minningar um Dylan Tombides

Í dag átti skelfilegur hlutur sér stað á Englandi en ungur leikmaður West Ham, Dylan Tombides lést…

Lesa

05:3018.04 2014 Evrópa

Segja að Allegri sé búinn að semja við Tottenham

Ítalski fjölmiðillinn Corriere dello Sport greinir frá athyglisverðri frétt í dag en þar kemur fram að Tottenham sé…

Lesa

05:0018.04 2014

Wag vikunnar - Ný kærasta Neymar

Það er kominn föstudagur og þá er kominn tími á Wag vikunnar hér á 433.is en þar…

Lesa

04:3018.04 2014 Evrópa

Bestu ummæli Zlatan Ibrahimovic og Andrea Pirlo á ferlinum

Fjölmiðillinn TalkSport birti í dag frábært myndband á heimasíðu sinni en þar er aðeins farið yfir ævisögur…

Lesa

04:1518.04 2014 England

Hazard gæti misst af fyrri leiknum gegn Atletico Madrid

Eden Hazard, leikmaður Chelsea á Englandi, gæti misst af leik liðsins gegn Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar…

Lesa

04:0218.04 2014 England

Myndband: Suarez, Mata, Baines og fleiri í nýrri auglýsingu frá Adidas

Öll stærstu fyrirtæki heimsins sem tengjast fótbolta frumsýna nú nýjar auglýsingar fyrir HM í sumar. Adidas hefur…

Lesa

04:0018.04 2014

Mynd dagsins: Týpískur Busquets

Mynd dagsins er daglegur liður hér á 433.is sem hefur notið vinsælda. Í liðnum reynum við að finna myndir sem tengjast knattspyrnu.

Lesa

03:3918.04 2014 England

Pellegrini viss um að Liverpool og Chelsea tapi stigum

Manuel Pellegrini stjóri Manchester City er viss um að bæði Chelsea og Liverpool eigi eftir að tapa…

Lesa

03:1718.04 2014 England

Viðræður Chelsea við John Terry ganga vel

Chelsea á í viðræðum við fyrirliða sinn John Terry um nýjan samning og viðræður ganga vel. Steve…

Lesa