Gylfi knattspyrnumaður ársins – Sara Björk knattspyrnukona ársins

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2013. Þetta er í tíunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.

Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2013 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:

Knattspyrnumaður ársins 2013

Gylfi Þór Sigurðsson var svo sannarlega einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins á árinu sem náði frábærum árangri í undankeppni HM 2014.  Gylfi skoraði mikilvæg mörk, t.a.m. bæði mörkin í sigri á Slóveníu á útivelli og svo gegn Kýpur á heimavelli og lagði einnig upp mikilvæg mörk fyrir félaga sína.  Hann lék 8 af 10 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði þrjú mörk.  Gylfi leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, sem missti naumlega af sæti í Meistaradeild UEFA á síðasta keppnistímabili.  Félagið var stórtækt á leikmannamarkaðnum fyrir þetta tímabilið, en Gylfi hefur leikið í 12 leikjum af 16 í ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað.  Þar af eru 7 í byrjunarliði og hefur Gylfi skorað 3 mörk í þessum leikjum og er næstmarkahæsti leikmaður Tottenham.  Þá hefur Gylfi leikið mikið í öðrum keppnum t.d. í Evrópudeild UEFA þar sem Tottenham hefur tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum.

2. sæti

Kolbeinn Sigþórsson heldur uppteknum hætti í markaskorun með landsliðinu, en hann skoraði 5 mörk í 9 landsleikjum á árinu, þar á meðal markið gegn Noregi ytra sem gulltryggði Íslendingum sæti í umspilsleikjunum gegn Króatíu.  Hann hefur nú skorað 13 mörk í 20 landsleikjum sem er magnaður árangur.  Kolbeinn missti af hálfu síðasta tímabili vegna meiðsla, en skoraði engu að síður 7 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Ajax sem varð hollenskur meistari.  Hann byrjaði þetta tímabil af krafti, hefur skorað 6 mörk í 14 deildarleikjum þegar þetta er skrifað, en meiddist í fyrri umspilsleik Íslands og missti því af nokkrum leikjum.

3. sæti

Alfreð Finnbogason var í stóru hlutverki hjá landsliðinu, lék í 8 landsleikjum á árinu og skoraði eitt mark, gegn Slóveníu á heimavelli.  Alfreð sló svo sannarlega í gegn með hollenska liðinu Heerenveen á síðasta tímabili, endaði það með 24 mörk í 33 leikjum og varð þriðji markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni.  Alfreð hefur svo sannarlega haldið uppteknum hætti á þessu tímabili, því þegar þetta er skrifað er hann markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni með 16 mörk í 14 leikjum.  Orðspor Alfreðs hefur farið víða og þessa dagana er hann eftirsóttur af mörgum félögum í Evrópu og verður spennandi að fylgjast með framtíð hans.

Knattspyrnukona ársins 2013

Sara Björk Gunnarsdóttir var sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska kvennalandsliðinu sem komst í 8-liða úrslit í úrslitakeppni EM sem fram fór í Svíþjóð.  Þetta er besti árangur kvennalandsliðsins, sem hafði áður komist í úrslitakeppni EM í Finnlandi árið 2009.  Sara lék í 12 af 13 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk.  Landsleikirnir eru því orðnir alls 66 og mörkin í þeim 14, en Sara er aðeins 23 ára.  Sara lék sem fyrr stórt hlutverk í félagsliði sínu, Malmö i Svíþjóð, og fagnaði þar meistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.  Sara skoraði 8 mörk í 20 leikjum með Malmö sem vann sænska titilinn sannfærandi, tapaði aðeins einum leik af 22 í deildinni.  Sara var ein af þremur sem tilnefnd var besti miðjumaður deildarinnar á síðasta tímabili.

2. sæti

Guðbjörg Gunnarsdóttir sló í gegn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð þar sem hún varði mark Íslands í öllum fjórum leikjunum.  Hún þótti standa sig frábærlega í keppninni og átti stóran þátt í því að Ísland komst í 8-liða úrslitin.  Guðbjörg lék í 7 landsleikjum af 13 á árinu og eru landsleikirnir orðnir 28 í heildina.  Hún lék með Íslendingaliðinu Avaldsnes í norsku deildinni, en nýliðarnir höfnuðu í fjórða sæti auk þess að komast í bikarúrslitaleikinn þar sem þær biðu lægri hlut gegn Stabæk.  Guðbjörg var aðalmarkvörður liðsins og lék í 21 af 22 deildarleikjum.  Nú fyrr í mánuðinum skrifaði svo Guðbjörg undir samning við þýska stórliðið Turbine Potsdam sem er eitt allra sterkasta félagslið heims.

3. sæti

Þóra Björg Helgadóttir er einn leikreyndasti leikmaður Íslands, en hún lék sinn 99. landsleik á árinu og lék í 7 af 13 landsleikjum ársins.  Þóra hóf árið með því að leika með Western Sidney Wanderers í Ástralíu en átti frábært tímabil með Malmö í Svíþjóð.  Þar fagnaði hún sínum þriðja meistaratitli á fjórum árum og fékk aðeins á sig 13 mörk í 21 leik í deildinni.  Þóra bætti svo um betur og var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar, annað árið í röð en óumdeilt er að sænska deildin sé ein sú sterkasta í heiminum.


  • Úrslit
  • Staða
  • Leikir
1 2 3 4 ... 14
FH 1 - 2 Stjarnan
KR 4 - 1 Þór
Keflavík 2 - 0 Víkingur R.
Fram 4 - 3 Fylkir
Fjölnir 3 - 0 ÍBV
Breiðablik 3 - 0 Valur
Þór 2 - 0 Breiðablik
Víkingur R. 0 - 1 KR
Valur 1 - 4 FH
Stjarnan 4 - 0 Fram
#KlúbburLeikirUTJStig
1 Stjarnan 22 15 0 7 52
2 FH 22 15 1 6 51
3 KR 22 13 5 4 43
4 Víkingur R. 22 9 10 3 30
5 Valur 22 8 10 4 28
6 Fylkir 22 8 10 4 28
7 Breiðablik 22 5 5 12 27
8 Keflavík 22 6 9 7 25
9 Fjölnir 22 5 9 8 23
10 ÍBV 22 5 10 7 22
11 Fram 22 6 13 3 21
12 Þór 22 3 16 3 12
#KlúbburLeikirUTJStig
1 Stjarnan 18 16 1 1 49
2 Breiðablik 18 13 3 2 41
3 Þór/KA 18 10 5 3 33
4 Selfoss 18 9 6 3 30
5 Fylkir 18 9 7 2 29
6 ÍBV 18 9 8 1 28
7 Valur 18 6 7 5 23
8 Afturelding 18 4 13 1 13
9 FH 18 3 12 3 12
10 ÍA 18 0 17 1 1
Anderlecht - Lokeren 13:30
Standard Liege - KV Mechelen 17:00
Cercle Brugge - Kortrijk 19:00
Waasland - Oostende 19:00
Goias - Fluminense 20:30
Gremio - Vitoria 20:30
Corinthians - Coritiba 23:00
Vestsjælland - Esbjerg 16:00
Newcastle - Liverpool 12:45
Arsenal - Burnley 15:00
Chelsea - Q.P.R. 15:00
Everton - Swansea 15:00
Hull - Southampton 15:00
Leicester - W.B.A. 15:00
Stoke - West Ham 15:00
Wolves - Birmingham 12:15
Blackburn - Reading 15:00
Blackpool - Ipswich 15:00
Brentford - Derby 15:00
Cardiff - Leeds 15:00
Charlton - Sheff.Wed. 15:00
Huddersfield - Nott.For. 15:00
Rotherham - Middlesbro 15:00
Watford - Millwall 15:00
Wigan - Fulham 15:00
Bournemouth - Brighton 17:15
Bradford - Doncaster 15:00
Bristol City - Oldham 15:00
Chesterfield - Yeovil 15:00
Colchester - Port Vale 15:00
Crawley - Crewe 15:00
Fleetwood - Gillingham 15:00
Leyton Orient - Coventry 15:00
MK Dons - Swindon 15:00
Notts Co. - Walsall 15:00
Peterbro - Scunthorpe 15:00
Rochdale - Preston 15:00
Sheff.Utd. - Barnsley 15:00
Lorient - París SG 16:00
Guingamp - SC Bastia 19:00
Lille - St.Etienne 19:00
Metz - Caen 19:00
Montpellier - Evian Thonon 19:00
Nice - Lyon 19:00
Chamois Niort - Nancy 13:00
Hamburger - Leverkusen 14:30
Hannover - E.Frankfurt 14:30
Mainz - W.Bremen 14:30
Stuttgart - Wolfsburg 14:30
Bayern München - Dortmund 17:30
Heidenheim - Darmstadt 12:00
Nurnberg - St.Pauli 12:00
Napoli - Roma 14:00
Empoli - Juventus 17:00
Parma - Inter 19:45
Ajax - Dordrecht 17:30
Feyenoord - Zwolle 18:45
Twente - Heerenveen 18:45
PSV Eindhoven - Den Haag 19:45
Penafiel - E.Praia 16:00
Guimares - Sp.Lissabon 18:00
Porto - Nacional 20:15
Celtic - Inverness 15:00
Dundee Utd. - St.Mirren 15:00
Hamilton - Partick Thistle 15:00
Kilmarnock - Dundee FC 15:00
Granada - Real Madrid 15:00
A.Madrid - Cordoba 17:00
Barcelona - Celta 19:00
R.Sociedad - Malaga 21:00
Atvidaberg - Malmö FF 13:00
Brommapojk. - Elfsborg 13:00
Djurgarden - Norrköping 13:00
Falkenberg - Mjallby 13:00
Gautaborg - Halmstad 13:00
Gefle - Helsingborg 13:00
Kalmar FF - AIK 13:00
Örebro - Hacken 13:00
Halmia - Lund 13:00
Kristianstad - Qviding 13:00
Motala - Oskarshamn 13:00
Norrby - Utsiktens BK 13:00
Skövde - Oddevold 13:00
Uddevalla - Trollhättan 13:00
Örgryte - Trelleborg 13:00
Fram - ÍR 13:30
Valur - Fylkir 13:30
KA/Þór - ÍBV 14:00
Selfoss - HK 14:00
Haukar - Stjarnan 16:00