Gylfi knattspyrnumaður ársins – Sara Björk knattspyrnukona ársins

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2013. Þetta er í tíunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.

Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.

Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2013 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:

Knattspyrnumaður ársins 2013

Gylfi Þór Sigurðsson var svo sannarlega einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins á árinu sem náði frábærum árangri í undankeppni HM 2014.  Gylfi skoraði mikilvæg mörk, t.a.m. bæði mörkin í sigri á Slóveníu á útivelli og svo gegn Kýpur á heimavelli og lagði einnig upp mikilvæg mörk fyrir félaga sína.  Hann lék 8 af 10 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði þrjú mörk.  Gylfi leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, sem missti naumlega af sæti í Meistaradeild UEFA á síðasta keppnistímabili.  Félagið var stórtækt á leikmannamarkaðnum fyrir þetta tímabilið, en Gylfi hefur leikið í 12 leikjum af 16 í ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað.  Þar af eru 7 í byrjunarliði og hefur Gylfi skorað 3 mörk í þessum leikjum og er næstmarkahæsti leikmaður Tottenham.  Þá hefur Gylfi leikið mikið í öðrum keppnum t.d. í Evrópudeild UEFA þar sem Tottenham hefur tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum.

2. sæti

Kolbeinn Sigþórsson heldur uppteknum hætti í markaskorun með landsliðinu, en hann skoraði 5 mörk í 9 landsleikjum á árinu, þar á meðal markið gegn Noregi ytra sem gulltryggði Íslendingum sæti í umspilsleikjunum gegn Króatíu.  Hann hefur nú skorað 13 mörk í 20 landsleikjum sem er magnaður árangur.  Kolbeinn missti af hálfu síðasta tímabili vegna meiðsla, en skoraði engu að síður 7 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Ajax sem varð hollenskur meistari.  Hann byrjaði þetta tímabil af krafti, hefur skorað 6 mörk í 14 deildarleikjum þegar þetta er skrifað, en meiddist í fyrri umspilsleik Íslands og missti því af nokkrum leikjum.

3. sæti

Alfreð Finnbogason var í stóru hlutverki hjá landsliðinu, lék í 8 landsleikjum á árinu og skoraði eitt mark, gegn Slóveníu á heimavelli.  Alfreð sló svo sannarlega í gegn með hollenska liðinu Heerenveen á síðasta tímabili, endaði það með 24 mörk í 33 leikjum og varð þriðji markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni.  Alfreð hefur svo sannarlega haldið uppteknum hætti á þessu tímabili, því þegar þetta er skrifað er hann markahæsti leikmaðurinn í hollensku deildinni með 16 mörk í 14 leikjum.  Orðspor Alfreðs hefur farið víða og þessa dagana er hann eftirsóttur af mörgum félögum í Evrópu og verður spennandi að fylgjast með framtíð hans.

Knattspyrnukona ársins 2013

Sara Björk Gunnarsdóttir var sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska kvennalandsliðinu sem komst í 8-liða úrslit í úrslitakeppni EM sem fram fór í Svíþjóð.  Þetta er besti árangur kvennalandsliðsins, sem hafði áður komist í úrslitakeppni EM í Finnlandi árið 2009.  Sara lék í 12 af 13 landsleikjum Íslands á árinu og skoraði í þeim 2 mörk.  Landsleikirnir eru því orðnir alls 66 og mörkin í þeim 14, en Sara er aðeins 23 ára.  Sara lék sem fyrr stórt hlutverk í félagsliði sínu, Malmö i Svíþjóð, og fagnaði þar meistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.  Sara skoraði 8 mörk í 20 leikjum með Malmö sem vann sænska titilinn sannfærandi, tapaði aðeins einum leik af 22 í deildinni.  Sara var ein af þremur sem tilnefnd var besti miðjumaður deildarinnar á síðasta tímabili.

2. sæti

Guðbjörg Gunnarsdóttir sló í gegn í úrslitakeppni EM í Svíþjóð þar sem hún varði mark Íslands í öllum fjórum leikjunum.  Hún þótti standa sig frábærlega í keppninni og átti stóran þátt í því að Ísland komst í 8-liða úrslitin.  Guðbjörg lék í 7 landsleikjum af 13 á árinu og eru landsleikirnir orðnir 28 í heildina.  Hún lék með Íslendingaliðinu Avaldsnes í norsku deildinni, en nýliðarnir höfnuðu í fjórða sæti auk þess að komast í bikarúrslitaleikinn þar sem þær biðu lægri hlut gegn Stabæk.  Guðbjörg var aðalmarkvörður liðsins og lék í 21 af 22 deildarleikjum.  Nú fyrr í mánuðinum skrifaði svo Guðbjörg undir samning við þýska stórliðið Turbine Potsdam sem er eitt allra sterkasta félagslið heims.

3. sæti

Þóra Björg Helgadóttir er einn leikreyndasti leikmaður Íslands, en hún lék sinn 99. landsleik á árinu og lék í 7 af 13 landsleikjum ársins.  Þóra hóf árið með því að leika með Western Sidney Wanderers í Ástralíu en átti frábært tímabil með Malmö í Svíþjóð.  Þar fagnaði hún sínum þriðja meistaratitli á fjórum árum og fékk aðeins á sig 13 mörk í 21 leik í deildinni.  Þóra bætti svo um betur og var valinn besti markvörður sænsku deildarinnar, annað árið í röð en óumdeilt er að sænska deildin sé ein sú sterkasta í heiminum.


[notphone] [/notphone]
  • Úrslit
  • Staða
  • Leikir
1 2 3 4 ... 8
KR 1 - 1 Breiðablik
Keflavík 1 - 2 Valur
Fylkir 0 - 2 FH
Fram 0 - 3 Víkingur R.
Stjarnan 2 - 0 ÍBV
Fjölnir 4 - 1 Þór
Víkingur R. 1 - 0 Fjölnir
Breiðablik 2 - 4 FH
Fylkir 1 - 3 Stjarnan
Þór 0 - 0 Keflavík
#KlúbburLeikirUTJStig
1 FH 13 9 0 4 31
2 Stjarnan 13 8 0 5 29
3 Víkingur R. 13 8 4 1 25
4 KR 13 7 4 2 23
5 Valur 13 5 5 3 18
6 Keflavík 13 4 4 5 17
7 Fjölnir 13 3 5 5 14
8 ÍBV 13 3 6 4 13
9 Breiðablik 13 2 4 7 13
10 Fylkir 13 3 8 2 11
11 Þór 13 2 8 3 9
12 Fram 13 2 8 3 9
#KlúbburLeikirUTJStig
1 Stjarnan 11 10 1 0 30
2 Breiðablik 11 7 3 1 22
3 Þór/KA 11 6 2 3 21
4 Fylkir 11 6 3 2 20
5 Selfoss 11 6 4 1 19
6 Valur 11 5 3 3 18
7 ÍBV 11 4 7 0 12
8 FH 11 2 6 3 9
9 Afturelding 11 2 9 0 6
10 ÍA 11 0 10 1 1
Kortrijk - Standard Liege 16:00
Charleroi - Westerlo 18:00
Genk - Cercle Brugge 18:00
Mouscron Peruwe - Waasland 18:00
Botafogo - Cruzeiro 21:30
Sao Paulo - Criciuma 21:30
Vestsjælland - Köbenhavn 13:00
OB - AaB 15:00
MyPa - HJK Helsinki 13:00
Sochaux - Orleans 15:00
Leipzig - Aalen 11:00
Bochum - Greuther F. 13:30
St.Pauli - Ingolstadt 13:30
A.Wacker - Rapid Vín 14:30
Slovacko - Bohemians 1905 15:00
Teplice - C.Budejovice 15:00
Zbrojovka Brno - Hradec 15:00
Thun - Basel 15:45
Korona Kielce - Pogon Szczesin 16:00
Austria Vín - Altach 17:00
Ried - Salzburg 17:00
Sturm Graz - W.Neustadt 17:00
Grasshoppers - Sion 18:00
Sp.Prag - Jihlava 18:15
L.A. Galaxy - Portland 18:30
Legia Varsjá - Gornik Zabrze 18:30
Montreal - Toronto 21:00
New York - New England 23:00
París SG - Guingamp 12:00
Nott.For. - W.B.A. 12:30
Celtic - Tottenham 13:30
Cardiff - Wolfsburg 14:00
Preston - Leicester 14:00
Reading - Swansea 14:00
Groningen - Aston Villa 15:00
Schalke - West Ham 15:30
Nice - Barcelona 17:45
Sampdoria - E.Frankfurt 18:45
Valencia - Monaco 13:00
Arsenal - Benfica 15:20
Strömsgodset - Sogndal 13:30
Viking - Valerenga 16:00
Falkenberg - Malmö FF 14:00
Norrköping - Hacken 14:00
Örebro - Halmstad 14:00
Angelholm - Jönköping Södra 14:00
Ljungskile - Landskrona 14:00
Syrianska FC - Varbergs BoIS 14:00
Värnamo - Östersund 14:00
Husqvarna - Sirius 15:20
Biggest ad